Varað við blæðingum í vegum eystra
Vegagerðin varar við aðstæðum á Fjarðarheiði og milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar þar sem blæðingar eru í vegunum. Eins er varað við slitlagskögglum sem brotna af bílum og geta verið varasamir.Blæðingarnar verða í miklum hita, en veghiti á Fjarðarheiði er nú kominn yfir 30 gráður.
Þeim tilmælum er beint til ökumanna að draga úr hraða þegar þeir mætast og skoða dekkin áður en haldið sé í langfærð og hreinsa þau með dekkjahreinsi ef vart verði við tjöru.
Mynd úr safni.