Varað við snjóflóðahættu á Austfjörðum

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum vegna versnandi veðurspár fyrir svæðið.

Í spá Veðurstofunnar frá í dag segir að gert sé ráð fyrir vaxandi norðaustanátt með mikilli snjókomu til fjalla en slyddu eða rigningu á láglendi. Gert er ráð fyrir að áfram verði hvasst og úrkomusamt fram eftir morgundeginum.

Í athugasemd sérfræðings á ofanflóðadeild segir að á Austurlandi hafi lausasnjór lagst yfir gamlan stöðugan snjó. Búast megi við að snjóflóðahætta aukist hratt til fjalla meðan veðrið gangi yfir og snjóflóð geti fallið víða í bröttum brekkum.

Veðrið hefur einnig áhrif á færð á vegum. Fjarðarheiði hefur verið ófær út af blindbyl í allan dag. Eins er ófært á Vatnsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi. Veginum yfir Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði er lokaður. Þá er færð tekin að spillast á Fagradal.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar