Vaskar konur frá Hallormsstað hlutu hvatningarverðlaun TAKs

tak_holtogheidar_verdluan_web.jpgÞær Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Guðný Vésteinsdóttir frá Hallormsstað, sem reka fyrirtækið Holt og heiðar ehf., fengu nýverið hvatningarverðlaun Tengslanets austfirskra kvenna (TAK).
Viðurkenningin er veitt aðilum sem þykja hafa skarað fram úr í störfum sínum og vakið verðskuldaða athygli á störfum kvenna.

Fyrirtæki þeirra framleiðir vörur úr austfirsku hráefni, sultur, birkisýróp, birkisafa og fleira án rotvarnarefna eða annarra viðbættra aukaefna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar