Veðurblíðan eykur fjölda flugfarþega til Egilsstaða

Það sem af er þessum mánuði hefur orðið aukning á fjölda flugfarþega um Egilsstaðaflugvöll. Hin mikla veðurblíða undanfarna daga er að öllum líkindum ástæðan.

“Við höfum orðið vör við aukið bókunarflæði á Egilsstaði síðastliðna daga og er það nokkuð víst að það sé vegna veðurblíðunnar fyrir austan þessa vikuna,” segir Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Austurfrétt.

Eins og kunnugt er af frétt hér á síðunni hefur orðið hrun á fjölda flugfarþega og sætaframboði í júlímánuði samanborið við júlí í fyrra.

Ásdís segir ennfremur að reynslan sýni að veðurspár og veðurfar hafi töluverð áhrif á bókunarflæði Air Iceland Connect á áfangastaði félagsins innanlands.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.