Veðurstofan óskar eftir myndum af flóðunum

Veðurstofan óskar eftir myndefni af flóðunum sem verið hafa á Austfjörðum síðustu daga. Unnið er ð því að skrá og safna upplýsingum um atburðina.

Í frétt á vef Veðurstofunnar segir að ljósmyndir, myndskeið og aðrar upplýsingar séu þegnar með þökkum.

Einkar hjálplegt sé að fá yfirlitsmyndir af útbreiðslu flóanna og mjög gagnlegt að þær sýni mannvirki eða önnur auðþekkjanleg kennileiti.

Hægt er að koma gögnum á framfæri í gegnum vef Veðurstofunnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.