Vefurinn uppfyllir öll skilyrði sem nútíma síður þurfa að gera

„Vefurinn hefur margþættan tilgang. Hann er upplýsingagátt sveitarfélags og grunnskóla, samansafn sagna og myndefnis og auðvitað góður vettvangur fyrir ferðamenn að afla upplýsinga um svæðið og þá þjónustu sem er hér í boði,” segir Hafþór Snjólfur, margmiðlunarhönnuður sem hefur haft veg og vanda af uppfærslu upplýsingavefs fyrir Borgarfjörð eystri.


„Eftir langa og stranga vinnu er nýi vefurinn okkar loksins tilbúinn og kominn í loftið. Sá gamli innihélt mikið magn upplýsinga þannig að mesta vinnan fór í að færa það efni yfir í nýtt form og útlit. Vefurinn uppfyllir öll skilyrði sem nútíma síður þurfa að gera og virkar vel í spjaldtölvum og snjallsímum,” segir Hafþór Valur.

Vefurinn var settur upp hjá fyrirtækinu Stefnu á Akureyri og er í eigu Ferðamálahóps Borgarfjarðar eins og sá eldri. Ungmennafélag Borgarfjarðar og Borgarfjarðarhreppur studdu uppfærsluna. 

„Það er gríðarlega mikilvægt þegar kemur að upplýsingagjöf til ferðamanna á svæðinu og fyrir okkur hin. Nýji vefurin á að vera aðgengilegri, myndrænni og notendavænni hinn.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar