Vegir skemmdir eftir mikla vatnavexti

Vatn hefur víða flætt yfir vegi á Austurlandi í miklum vatnavöxtum eftir úrkomu vikunnar. Á nokkrum stöðum eru vegir í sundur.


Fljótsdælingar hafa sjaldan séð aðra eins vatnavexti á þessum árstíma og segja dalinn hreinlega á floti. Lækir komi hvítfissandi niður hlíðarnar og á nokkrum stöðum eru vegir í sundur.

Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að flætt hefði yfir vegi víða í fjórðungnum. Í Berufirði hefði runnið yfir á þremur stöðum, við bæina Berufjörð og Melshorn og sunnan til í firðinum.

Á suðurströnd Fáskrúðfjarðar flæddi einnig yfir vegi á þremur stöðum. Varað var við ástandinu við Naustá eftir hádegið en þar hefur vatnið sjatnað. Kantar vegarins eru skemmdir.

Í Breiðdal rann yfir veginn innan við bæinn Kleif. Í Skriðdal flæddi við Skriðuvatn. Þá munu lítilsháttar skemmdir hafa orðið á Efri-Jökuldal.

Einhverjar skemmdir urðu hafa orðið en þær verða skoðaðar þegar veðrið lagast. Mesta úrkoma á landinu þennan sólarhringinn er í Neskaupstað, tæpir 130 mm.

Vegur í sundur milli Víðivalla og Hrafnkelsstaða í Fljótsdal. Mynd: Guðbjörg Pálsdóttir.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.