Vegurinn í botni Berufjarðar fór illa í rigningum

Nokkrar minniháttar skemmdir urðu á vegum austan lands í rigningum og leysingum um helgina. Verið er að laga þjóðveginn í botni Berufjarðar sem fór illa í vætutíðinni.

Þeir bílar sem leið áttu um þjóðveg 1 í botni Berufjarðar í gær siluðust áfram þar sem í honum var fjöldi hola sem ómögulegt var að fara yfir á nokkurri ferð.

Talsverð þungaumferð hefur verið um veginn þar sem verið er að keyra efni í nýja veginn yfir fjörðinn. Þung og mikil umferð um þjóðveginn í vætutíð hefur farið illa með hann.

Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar í hádeginu að verið væri að hefla veginn en erfitt væri að halda honum við í mikilli vætutíð.

Minniháttar skemmdir urðu á nokkrum stöðum á Austfjörðum um helgina þar sem vatn rann yfir vegi í leysingum. Verið er að laga skemmdir í sunnanverðum Fáskrúðsfirði þar sem rann úr veginum á tveimur stuttum köflum.

Skemmdir urðu víðar, svo sem á leiðinni út að Helgustöðum. Þá hefur Austfrétt spurnir af grjóthruni í Vattarnesskriðum. Ekki er vetrarþjónusta á þeim vegi og því ekki búið að skoða ástandið þar.

Í Berufirði í gær.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.