Vegurinn opinn í Berufirði

Búið er að opna veginn við Fossá í Berufirði sem lokaðist snemma í morgun þegar vatn og aur flæddu yfir hann.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni er fólk beðið um að sýna varkárni á svæðinu. Vegagerðarmenn eru með tæki á staðnum og geta brugðist við ef á þarf að halda.

Vatnsyfirborð árinnar hækkaði um 2,5 metra, tvöfaldaðist, frá klukkan átta í gærkvöldi þar til sex í morgun. Ekki hefur sjatnað í ánni síðan þá.

Þetta er í þriðja skiptið á innan við viku sem Hringvegurinn í Berufirði lokast vetna vatnavaxta. Rignt hefur duglega á svæðinu síðan í gærkvöldi og þótt vonast sé til að heldur dragi úr þegar líður á daginn er áfram útlit fyrir talsverða úrkomu næstu daga.

Uppfært: Klukkan hálf tíu sendi RARIK frá sér tilkynningu um að rafmagnslaust væri í Berufirði. Unnið væri að viðgerð og vonast til að rafmagn komist á sem fyrst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.