Veiðifélag Breiðdæla hafði ekki erindi sem erfiði

Veiðifélag Breiðdæla hafði ekki erindi sem erfiði við kæru á þeirri stjórnvaldsákvörðun að heimila breytingar og færslur á laxeldiskvíum Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði án þess að til þyrfti nýtt umhverfismat.

Þetta var niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindarmála sem tók kæruna fyrir en Veiðifélag Breiðdæla hélt því fram að breytingarnar væru þess eðlis að nýtt umhverfismat þyrfti að fara fram. Breytt staðsetning eldiskvía hefði önnur og verri áhrif en upphaflegt umhverfismat tók mið af og gæti valdið aukinni hættu gagnvart lífríki á svæðinu.

Áður hafðu Skipulagsstofnun tekið málið fyrir og niðurstaða þeirra sú að fyrirhugaðar færslur eldiskvía breytti ekki hugsanlegum umhverfisáhrifum frá því sem áður var. Umhverfisáhrif verði að mestu sambærileg og með færsla eldissvæða í útstraum fjarðarins hefði jafnvel jákvæð áhrif gagnvart dreifingu úrgangs og uppsöfnun næringarefna.

Síðasta útspil veiðifélagsins var því Úrskurðarnefndin en sú nefnd komst að sömu niðurstöðu og aðrar stofnanir og kærunni því hafnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.