Víðtækt rafmagnsleysi eftir truflun í Fljótsdal

Rafmagn fór af víða á Norður- og Austurlandi stuttu eftir klukkan níu í morgun vegna truflunar í tengivirki í Fljótsdal.


Truflunin kom upp klukkan rúmlega níu í morgun og hafði áhrif á byggðalínuna þannig að straumlaust varð víða á Norður- og Austurlandi.

Flutningskerfinu er skipt í tvær eyjar þannig truflunin hafði áhrif allt frá Teigarhorni að Blöndu. Stutt straumleysi varð þannig á Hólum og Teigarhorni.

Um klukkutíma eftir truflunina var uppbygging dreifikerfisins komin vel á veg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.