Vilhjálmur efstur hjá Framsóknarflokki

Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, er efstur á lista B lista Framsóknarfélags Seyðisfjarðar og frjálslyndra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Vilhjálmur var fyrst kjörinn sem aðalmaður í bæjarstjórn árið 2006 en þá leiddi hann lista Framsóknarflokks, Tinda og óflokksbundinna. Framsóknarflokkurinn hefur boðið fram á Seyðisfirði í eigin nafni í síðustu tveimur kosningum og fengið tvo fulltrúa kjörna.

Hinn bæjarfulltrúinn, Unnar B. Sveinlaugsson, skipar nú sjöunda sætið. Í öðru sæti er Eygló Björg Jóhannsdóttir. Hún skipaði áttunda sætið fyrir fjórum árum.

Listinn í heild sinni:

1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
2. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
3. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
4. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
5. Ingvar Jóhannsson, verkamaður
6. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
7. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
8. Snædís Róbertsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og háskólanemi
9. Birkir Friðriksson, vélvirki
10. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
11. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðastjóri
12. Þórdís Bergsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri
13. Þorvaldur Jóhannsson, fyrrverandi bæjarstjóri
14. Jóhann P. Hansson, fyrrverandi yfirhafnarvörður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.