Vilja framhaldsskóladeild á Vopnafirði

vopnafjordur.jpgHugmyndir eru uppi um að stofna framhaldsskóladeild á Vopnafirði. Hreppsnefnd sveitarfélagsins vinnur að því að koma á fót nefnd til að kanna möguleikana á að stofna deildina.

 

Hugmyndin kemur frá Foreldrafélagi Vopnafjarðarskóla. Á það hefur verið bent að þegar sé starfrækt framhaldsskóladeild á Þórshöfn í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum. Það samstarf hafi gengið vel.

Mikill áhugi virðist vera fyrir málinu á Vopnafirði en það hefur fengið jákvæðar viðtökur í fræðslu- og síðar hreppsnefnd. Áætlað er að eitt starf skapist við umsjón með deildinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.