Skip to main content

Vilja framhaldsskóladeild á Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. des 2011 18:30Uppfært 08. jan 2016 19:22

vopnafjordur.jpgHugmyndir eru uppi um að stofna framhaldsskóladeild á Vopnafirði. Hreppsnefnd sveitarfélagsins vinnur að því að koma á fót nefnd til að kanna möguleikana á að stofna deildina.

 

Hugmyndin kemur frá Foreldrafélagi Vopnafjarðarskóla. Á það hefur verið bent að þegar sé starfrækt framhaldsskóladeild á Þórshöfn í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum. Það samstarf hafi gengið vel.

Mikill áhugi virðist vera fyrir málinu á Vopnafirði en það hefur fengið jákvæðar viðtökur í fræðslu- og síðar hreppsnefnd. Áætlað er að eitt starf skapist við umsjón með deildinni.