Vill að framkvæmdastjóri HAUST segi af sér

Andrés Elísson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, vill að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands taki ábyrgðina á að íbúar á Eskifirði hafi drukkuð mengað vatn. Hann segir að heilbrigðiseftirlitið hafi brugðist allt of seint við.

 

Þetta kom fram í viðtali við Andrés í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði hann að 100-200 manns hefðu fengið niðurgang eftir að hafa drukkið mengað vatn og hluti þeirra farið á sjúkrahús. Fyrir tveimur vikum blandaðist vatn úr löndunarhúsi Eskju saman við neysluvatn á Eskifirði.

Andrés heldur því fram að Heilbrigðiseftirlitið hafi aðeins tekið sýni í Sundlauginni en íbúar haldið áfram að drekka mengað vatn og veikst.

„Eftirlitið tók ekki sýni vítt og breitt um bæinn, mér vitanlega. Með öðrum orðum þetta embættismannakerfi heilbrigðiseftirlitsins er í molum og þetta fólk er ekki starfi sínu vaxið. Ef þetta hefði gerst í stórborg hefðu menn sagt af sér. En við búum í litlusamfélagi og heilbrigðiseftirlitið lætur eins og það viti ekki af þessu.“

Hann segir að starfsmenn sveitarfélagsins hafi gripið inn í þegar fólk fór að veikjast. „Þá er gefin út tilkynning að vatnið sé smitað. Þetta er náttúrlega til skammar og mér finnst að Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, eigi að segja af sér. Það er bara verið að breiða yfir þetta. Hún átti að loka veitunni og krefjast þess að íbúarnir yrðu varaðir við, og taka sýni vítt og breitt um bæinn en ekki bara í sundlauginni.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.