Skip to main content

Víkingur AK landaði fyrstu loðnu vertíðarinnar á Vopnafirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. okt 2011 14:37Uppfært 08. jan 2016 19:22

vopnafjordur.jpgVíkingur AK, skip HB Granda, landaði fyrstu loðnu vertíðarinnar á Vopnafirði í gærmorgun. Stýrimaður á skipinu segir ástandið á miðunum gott.

 

Skipið kom með um 1000 tonn af „stórri og fallegri loðnu“ sem fékkst í grænlenskri lögsögu. Á vef fyrirtækisins er haft eftir Guðmundi Hafsteinssyni, stýrimanni, að ástandið á miðunum sé „ágætt“.

Loðnan hafi haldið sig allt frá yfirborði og niður á 100 faðma dýpi á nóttunni en farið neðar á daginn. Hún hafi samt verið veiðanleg.