Vonast til að aflétta óvissuástandi í kvöld

Vonast er til að hægt verði að aflétta óvissuástandi vegna snjóflóða á Seyðisfirði þegar styttir endanlega upp í kvöld. Rýmingu vegna snjóflóðahættu var aflétt upp úr klukkan þrjú í dag.


Í gærkvöldi voru rýmd hús hús á tveimur reitum undir Strandartindi í sunnanverðum Seyðisfirði. Þá hafði fjallið svokallað vott flóð niður á Miðtanga skammt utar. Það var nokkuð stórt og fór yfir veg.

Síðan hafa fallið nokkur minni flóð, bæði á Seyðisfirði og sunnar á Austfjörðum vegna rigninga og hlýnunar. Byggð hefur ekki staðið nein hætta af.

Eftir klukkan tvö í dag dró úr rigningunni á Seyðisfiðri og var þá ákveðið að aflétta rýmingunni. Óvissuástand er enn í gildi og munu snjóaathugunarmenn fylgjast með ástandinu þar til úrkomunni er lokið. Frekari ákvarðanir um afléttingu óvissustigsins verða teknar í kvöld.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar