Vopnafjörður fær hálfan milljarð fyrir hlut sinn í HB Granda

vopnafjordur.jpgVopnafjarðarhreppur hefur selt öll sín hlutabréf í útgerðarfyrirtækinu HB Granda. Tæplega hálfur milljarður fæst fyrir bréfin. Fjárhagur sveitarfélagsins styrkist verulega við söluna.

 

Það var verðbréfafyrirtækið Virðing sem gerði sveitarfélaginu tilboð í hlutina. Reikna má með að fyrirtækið komi fram fyrir hönd fjárfestis sem enn er óþekktur. Reiknað er með að það skýrist á næstu dögum hver það er.

Hreppurinn og félag í hans eigu seldu 2,5% af heildarhlut í HB Granda miðað við gengið 12,1 á hlut eða 478 milljónir króna. Nafnvirði bréfanna var tæpar 40 milljónir króna og hluturinn bókfærður á genginu 6 í ársreikningi sveitarfélagsins. Salan var samþykkt samhljóða á sérstökum fundi sveitarstjórnar í síðustu viku.

Í frétt á vef hreppsins segir að salan styrki fjárhag sveitarfélagsins. Skuldir þess, sem báru vexti, námu 940 milljónum króna í lok síðasta árs. Reikna má með að stór hluta söluandvirðisins verði varið til niðurgreiðslu skulda.

Áætlað útflutningsverðmæti HG Branda frá Vopnafirði er 4-5 milljarðar króna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.