Ýmislegt áhugavert í gangi í skólum Fjarðabyggðar

Þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem í gangi hafa verið undanfarnar vikur hafa ekki síst haft áhrif á starf í leik- og grunnskólum. Þrátt fyrir það hefur ýmislegt áhugavert og skemmtilegt verið í gangi í öllum skólum Fjarðabyggðar undanfarið.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að þrátt fyrir miklar takmarkanir, sóttvarnarhólf og grímuskyldu sumra nemenda hefur tekist mjög vel að halda úti skólastarfi undanfarnar vikur. Nemendur og starfsfólk skólanna hafa tekið öllum þeim breytingum sem gera þurfti með jafnaðargeði og allir hafa lagst á eitt við að láta hlutina ganga upp.

„Að undanförnu hefur venjulegt skólastarf verið brotið upp reglulega með hinum ýmsu viðburðum s.s. þemavikum, dögum myrkurs, bleikum degi svo eitthvað sé nefnt,“ segir á vefsíðunni.

„Á heimasíðum skólanna má finna skemmtilegar fréttir og myndir úr starfinu sem gaman er að skoða. Þær sýna svo ekki verður um villst, hve öflugt starf er í gangi í öllum skólastofnunum Fjarðabyggðar.“

Mynd: Fjardabyggð.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.