05. júní 2024
Sambandsleysi enn á 124 kílómetra kafla á stofnvegum landsins
Ekki stendur til að svo stöddu að byggja upp og bæta fjarskiptasamband á tengi- og héraðsvegum á landsbyggðinni en áherslan er lögð á að koma sambandi á á þeim stofnvegum landsins þar sem fjarskiptasambandið er lítið eða ekkert. Alls var sambandslaust eða sambandslítið á 124 kílómetra löngum kafla á stofnvegum landsins síðasta sumar.