Fréttir
Ástand lundans ekki gott en einna best á Austurlandi
Ný ítarleg skýrsla um lundastofninn í landinu leiðir í ljós að ástandið er heilt yfir ekki gott. Stofninn dregist saman áratugum saman vegna aukins sjávarhita, fæðuskorts á ungatíma og líkast til vegna þess að veiðar eru sennilega stofnvistfræðilega ósjálfbærar.