06. mars 2024
Flýting grásleppuveiða ekki endilega jákvæð fyrir Austurland
Ákvörðun Matvælaráðuneytisins að leyfa grásleppuveiðar frá 1. mars, tæpum þremur vikum fyrr en upphaflega stóð til, kemur sér ekki endilega vel fyrir austfirska smábátaeigendur. Upphaflega stóð til að veiðar hæfust 20. mars en seint í febrúar var tilkynnt að þeim yrði flýtt.