01. mars 2024
Slit meirihlutasamstarfsins kom Hjördísi Helgu á óvart
Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, fulltrúi Fjarðarlistans, sem greiddi mótatkvæði það á bæjarstjórnarfundi á þriðjudagskvöld sem varð kveikjan að slitum meirihlutans í Fjarðabyggð segir slitin vissulega hafa komið á óvart. Meirihlutasamstarfið við Framsóknarflokkinn hafi að langmestu leyti gengið afar vel hingað til.