Fréttir
Framsóknarflokkurinn slítur meirihlutasamstarfinu í Fjarðabyggð
Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð tilkynnti í kvöld að ákveðið hefði verið að slíta meirihlutasamstarfi hans og Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna trúnaðarbrests. Framsóknarflokkurinn hefur á morgun viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun nýs meirihluta.