13. mars 2024
Ánægja með heilsugæslurnar austanlands í nýrri þjónustukönnun
Þjónusta öll er vel yfir meðallagi, aðgengið gott og almennt mikið traust ríkir til þeirra heilsugæslna sem Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) rekur víða á Austurlandi samkvæmt nýrri þjónustukönnun meðal notenda. Hækkar einkunn HSA í flestum flokkum samanborið við sömu könnun fyrir tveimur árum síðan.