22. febrúar 2024
Brotthvarf Sláturfélagsins mikið högg fyrir Vopnafjörð
Oddviti sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps segir slit Sláturfélags Vopnafjarðar, sem hluthafar samþykktu á fjölmennum fundi í dag, hafa víðtæk áhrif í sveitarfélaginu. Fyrir utan beint tekjutap hreppsins hafi fleiri fyrirtæki á Vopnafirði notið góðs af umsvifunum á sláturtíðinni.