Þrettán Alþingismenn standa á bakvið þingsályktunartillögu sem nýverið var lögð fram um að umhverfis- og auðlindaráðherra skipi starfshóp sem taki til heildstæðrar endurskoðunar lög og reglur um byggingarmál með tilliti til myglusveppa og þess tjóns sem þeir geta valdið. Ályktunin er lögð fram sérstaklega í ljósi þeirra mála sem upp hafa komið á Austurlandi. Ábyrgðin hefur til þessa verið óljós en myglusveppur getur valdið fólki jafnt heilsufars- sem fjárhagslegum skaða.
Aldir eru síðan jafn margir rostungar heimsóttu Ísland og gert hafa í ár. Fimmta dýrið sást í Mjóafirði fyrir skemmstu og sá sem fyrstur mætti til Reyðarfjarðar í júní hefur nánast haldið til við landið síðan.
Austfirskar björgunarsveitir hyggjast leggja áherslu á að bjarga fólki frekar en farartækjum þegar þær eru kallaðar út til aðstoðar ferðalöngum í erfiðri færð. Tíðni útkalla er orðin slík að sveitirnar hafa vart lengur bolmagn til að svara þeim auk þess sem þær eru illa tryggðar fyrir tjóni sem orðið getur við björgun fararækja.
Norski arkitektinn Erik Rönning Andersen bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Hann segir útlínur fjallgarðsins hafa veitt honum innblástur við hönnunina.
Gert er ráð fyrir að formlega verði byrjað að grafa ný Norðfjarðargöng síðar í þessari viku. Vinna hefur gengið vel síðustu vikur og flest tæki og tól sem verktakinn þarf að verða komin á svæðið.
Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir, frá Borgarfirði eystri, sendir á næstunni frá sér skáldsöguna Bræðraborg. Höfundurinn segist hafa viljað leggja áherslu á gamansamar sögur úr hversdagslífinu.
Rafmagnslaust var á Stöðvarfirði í þrjár klukkustundir í gærkvöldi. Lélegt skyggni torveldaði leit viðgerðarflokka að biluninni auk þess sem áhersla var lögð á að bjarga línum frá frekari skemmdum af völdum ísingar. Varaaflstöð sem er á staðnum var ekki gangsett.
Forsvarsmenn Sparifélagsins eiga í viðræðum við fulltrúa Fjarðabyggðar um að félagið kaupi hlut sveitarfélagsins í Sparisjóði Norðfjarðar. Talsmenn verjast allra frétta en segja viðræðurnar þokast í rétta átt.
Fyrsti báturinn sem smíðaður er af Rán Bátasmiðju á Djúpavogi, sem tók tók til starfa fyrir tveimur árum, var í morgun afhentur Fiskeldi Austfjarða og verður notaður sem þjónustubátur við fiskeldi fyrirtækisins í Berufirði.
Gert er ráð fyrir tæplega 117 milljóna króna hagnaði af rekstri Vopnafjarðarhrepps á næsta ári. Nokkur ár er síðan sveitarfélagið tók síðast lán en unnið hefur verið að niðurgreiðslu skulda síðustu ár og stefnt er að því að halda það áfram.
Um næstu helgi, 2. – 3. nóvember er boðið til íbúaþings í Breiðdalshreppi. Þingið tengist verkefni Byggðastofnunar í svokölluðum „Brothættum byggðum“, þar sem áherslan er á samstarf íbúa og stofnana við að leita lausna til að efla byggð.