Ný Norðfjarðargöng eru nú orðin 770 metra löng sem þýðir að búið er að grafa 10% af heildinni. Grafið hefur verið Eskifjarðarmegin frá en vonast er til að hægt verði að byrja að grafa Norðfjarðarmegin í næstu viku.
Gröftur Norðfjarðarganga er aftur kominn á fulla ferð eftir að komist var í gegnum rauða lagið, sem farið er hægar í gegnum, í síðustu viku. Illa hefur gengið að undirbúa framkvæmdirnar Norðfjarðarmegin vegna mikilla rigninga.
Áfanga var náð í gerð Norðfjarðarganga í gær, þegar lengd sprengdra ganga fór í 643 metra. Þau eru því orðin lengri en núverandi jarðgöng í Oddsskarði sem eru skráð 640 metrar, að vegskálum meðtöldum.
Svokölluð sáttanefnd, sem ætlað er að leysa úr mögulegum ágreiningi við gerð nýrra Norðfjarðarganga, mætti á svæðið í kynnisferð í síðustu viku. Miklar rigningar hafa tafið fyrir undirbúningi Norðfjarðarmegin.
Tveggja vikna frí er framundan á greftri nýrra Norðfjarðarganga. Gröfturinn hefur gengið vel síðustu þrjár vikur eftir hæga byrjun og þykja aðstæður í berginu góðar.
Fimm hundruð metra múrinn í greftri nýrra Norðfjarðarganga var rofinn í gær. Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem var á ferð um svæðið í kjördæmaviku sprengdi áfangann.
Vinna hófst aftur við Norðfjarðargöng í byrjun síðustu viku eftir jólafrí. Byrjað er að víkka göngin fyrir útskot en það var fært utar í göngin vegna jarðlaga.
Gröftur nýrra Norðfjarðarganga gengur nú hraðar þar sem verktakar eru komnir út úr veika rauða laginu sem hægði á vinnunni. Í gær var alls búið að grafa 93 metra. Útlit er fyrir að það náist að sprengja tvær fimm metra sprengingar á dag.