Norðfjarðargöng

Norðfjarðargöng: Besta vikan til þessa

nordfjardargong 18122014 1 webMet var slegið í gangagreftrinum í síðustu viku, þegar grafnir voru alls 141 metri til samans á báðum stöfnum. Norðfjarðarmegin var gröfturinn 74 metrar en 67 metrar Eskifjarðarmegin.

Lesa meira

Gröftur Norðfjarðarganga hálfnaður

oktober 20102014 1 webFimmtíu prósenta markinu var náð um helgina, þegar verktaki Norðfjarðarganga var búinn að sprengja rúm 50% gangaleiðarinnar. Gröfturinn hefur alla jafna gengið vel, ef undan eru skilin tvö stór setbergslög Eskifjarðarmegin, sem hafa tafið framvinduna nokkuð.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Þriggja kílómetra áfanganum náð

agust20082014 1Í lok síðustu viku var búið að grafa yfir 3 km af áætlaðri heildarlengd nýrra Norðfjarðarganga, eða rétt um 40% þeirra 7.566 metra sem verða grafnir í bergi. Um tveir þriðju hlutar þessa hafa verið grafnir Eskifjarðarmegin, en um þriðjungur í Fannardal.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Efnið nýtist í vegagerð

november 29112014 1Þokkalegur gangur hefur verið í greftri Norðfjarðarganga síðustu vikur og er nú búið að grafa hartnær 60% ganganna. Efnið sem kemur úr göngunum Norðfjarðarmegin, nýtist að stærstum hluta við vegagerð út dalinn.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Erfitt setbergslag tefur verkið

september 03092014 1Erfitt setbergslag heftir nú framvindu á nýjan leik Eskifjarðarmegin. Setbergið er nú rúmlega 7 m þykkt og sýnir mjög svipaða hegðun og stóra setbergslagið sem tafði framvindu í vor.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Samið við Breiðdalssetur um sýnatöku

agust07082014Vegagerðin og Breiðdalssetur hafa hafið samstarf um skipulagða sýnatöku á bergi úr Norðfjarðargöngum. Jarðfræðisetur Breiðdalsseturs er að stórum hluta helgað jarðfræði Austurlands og því gríðarmikla starfi sem George P.L. Walker vann við kortlagningu jarðlagastaflans á Austurlandi.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Ár liðið frá fyrstu sprengingu

nordfjardargong bomba hanna birna webÍ dag, 12. nóvember 2014, er liðið eitt ár frá fyrstu sprengingunni á stafni Norðfjarðarganga. Framan af var eingöngu grafið Eskifjarðarmegin og var búið að grafa tæpa 900 metra þeim megin, áður en byrjað var að sprengja í Fannardal.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Met slegið í gangagreftrinum

juni 12062014 2Met var slegið í jarðgangagreftrinum í síðustu viku, þegar rúmlega 136 m voru lagðir að baki í heildina. Eskifjarðarmegin voru grafnir 75,2 m og var grafið í basalti og kargabergi. Rauðleitt smit er á kargaberginu og sjást þess merki á fyllingum við ós Eskifjarðarár.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.