Úrhellisrigning hefur verið undanfarnar klukkustundir á Eskifirði með þeim afleiðingum að vöxtur hljóp í ár og læki. Eskifjarðará bólgnaði upp og vatn flæddi yfir vinnusvæði brúarvinnuflokks VHE.
Nú er búið að grafa meira en 7 km leiðarinnar milli Eskifjarðar og Norðfjarðar, rúma 3 km frá Norðfirði og rúma 4 km frá Eskifirði. Það eru því aðeins um 500 metrar eftir þar til slegið verður í gegn.
Framvindan hefur verið upp og ofan Eskifjarðarmegin en búið er að borga meira en sex kílómetra af göngunum. Ný setbergslög koma stöðugt í ljós, einkum Eskifjarðarmegin, sem útheimta miklar styrkingar.
Nú fer að draga nær lokum gangagraftrar, en jarðgangamenn eru nú komnir nokkuð áleiðis á síðasta kílómetrann. Alls hafa nú verið grafnir 6.690 metrar af þeim 7.566 metrum jarðganga í bergi milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
Ákveðið hefur verið að grafa stærri hluta nýrra Norðfjarðarganga Fannardalsmegin frá en upphaflega var áætlað. Setlag hefur tafið framvinduna Eskifjarðarmegin.
Vinna er hafin við byggingu brúar á Eskifjarðará. Verktaki er Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar, VHE. Heldur hægar gekk að grafa Norðfjarðargöng í síðustu viku heldur en að undanförnu.
Gangagreftri í Fannardal er nú lokið en síðasta sprengjan þeim megin var sprengd í gær. Alls hafa verið grafnir út 3.026 metrar af göngunum Norðfjarðarmegin, eða rétt um 40% af heildarlengd ganganna.
Útlit er fyrir að verulega hægist á greftri nýrra Norðfjarðarganga á næstunni því nýtt setbergslag blasir við Eskifjarðarmegin. Útlit er fyrir að það verði eitt það þykkasta sem graftarmenn hafa lent í.