Nýtt ferðakort af Austurlandi

austurland ferdakortMarkaðssvið Austurbrúar/Upplýsingamiðstöð Austurlands hefur gefið út nýtt kort af Austurlandi (Map of East Iceland) fyrir árið 2014-2015. Sú nýbreytni er í ár að á bakhliðinni er að finna hugmyndir að skemmtilegum dagleiðum í landshlutanum.

Kortið er gefið út árlega og er það mjög vinsælt hjá bæði íslenskum og erlendum ferðamönnum. Kortið hefur að geyma vegaupplýsingar um fjórðunginn en að auki er nú boðið upp á dagleiðakort á bakhliðinni.

Þar er að finna hugmyndir að skemmtilegum dagleiðum og bent á áhugaverða áfangastaði og stuttar gönguleiðir í landshlutanum. Markmiðið er að vekja enn frekar athygli á þeim fjölmörgu áfangastöðum sem Austurland hefur upp á bjóða.

Kortið er gefið út í 38.000 eintökum og því er dreift ókeypis. Hægt er að nálgast það í Upplýsingamiðstöð Austurlands, Miðvangi 2-4, Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar