Ætlar sér að vinna Biggest Loser: Pétur Marinó í yfirheyrslu

Fyrsti þáttur raunveruleikaþáttanna Biggest Loser Ísland var sýndur á Skjá einum í gærkvöldi, en þar er Eskfirðingurinn Pétur Marinó Fredericksson einn tólf keppenda. Pétur Marinó er í yfirheyrslu vikunnar að þessu sinni, en viðtal við hann má sjá hér.

 

 



Fullt nafn: Pétur Marinó Fredericksson.

Aldur: 43.

Starf: Lagermaður hjá Brammer.

Maki: Eik Elfarsdóttir.

Börn: Atli Dagur, Benna Sóley, Olga Snærós og Snjólaug Steina.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst lítill? Slökkviliðsmaður eða lögga.

Hugbúnaður? Sjónrænt minni.

Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Súper sterkur.

Hver eru markmið þín fyrir árið? Þríþraut og Barðsneshlaup, vinna heimakeppnina í Biggest!

Hver er þinn helsti kostur? Glaður og jákvæður.

Hver er þinn helsti ókostur? Agalega stífur.

Draumastaður í heiminum? Krít eða þar í kring.

Mesta undur veraldar? Hundurinn minn.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Sulta, vatn og tómatsósa.

Hvernig líta kosífötin þín út? Vinnuföt

Hvað bræðir þig? Eik og börnin.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Jákvæðni.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Þrífa klósettið vond lykt.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Foreldrar mínir.

Duldir hæfileikar? Myndast vel.

Topp þrjú á þínum „bucket list“? Klára húsið, gera við bílinn og klára kanínukofann.

Besta bíómynd allra tíma? Stella í orlofi.

Hvernig var að horfa á sig í sjónvarpinu í gær? Cool.

Munum við sjá tár falla hjá þér í Biggest Loser? Hver veit, þið verðið bara að horfa.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar