Skip to main content

Alþjóðleg athafnavika á Íslandi kynnt í dag

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 30. sep 2009 14:52Uppfært 08. jan 2016 19:20

Kynningarfundur á Alþjóðlegri athafnaviku verður haldinn á Hótel Hérað í dag kl. 17.  Á fundinum munu starfsmenn Innovit  sem er umsjónaraðili að verkefninu á Íslandi, kynna verkefnið og svara fyrirspurnum.

Tilgangur alþjóðlegrar athafnaviku sem er haldin á sama tíma í 100 löndum er að:

 

·          Virkja alla þjóðina til jákvæðra verka og vekja athygli á mikilvægi athafnasemi fyrir samfélagið í heild sinni.

 

·          Senda jákvæð og uppbyggileg skilaboð til Íslendinga nú þegar svartsýni og bölmóður er alltof algengt viðhorf í þjóðfélaginu.

 

·          Snúa við umræðunni um atvinnulífið og gefa Íslendingum tilefni til að horfa björtum augum fram á veginn.

 

Hugmyndin er sú að íslendingar taki þátt í þessari viku með fjölbreyttum viðburðum og almennri athafnasemi. Verkefnið byggir á samvinnu menntastofnanna, sveitarfélaga ,atvinnulífsins , félagasamtaka, góðgerðarsamtaka og einstaklinga. 

 

 Á heimasíðunni www.athafnavika.is má nálgast frekari upplýsingar um verkefnið.

 

Dögunum er skipt niður í ákveðnar áherslur sem eru:

 

Athafnasemi kvenna – Dagur helgaður konum í atvinnulífinu

 

Opin nýsköpun – Dagur helgaður nýsköpun á öllum sviðum

 

Íslenskir grunnatvinnuvegir – Dagur helgaður íslenskum grunnatvinnuvegum

 

Samfélagsleg nýsköpun – Dagur helgaður athafnasemi í þágu samfélagsins

 

Skapandi iðnaður – Dagur tileinkaður skapandi hugsun, listum og menningu.

 

 

 

Allir velkomnir.