Annar látinn og hinn mikið slasaður

Annar tveggja manna um borð í einkaflugvélinni sem brotlenti á Vopnafirði í dag lést í slysinu. Hinn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur mikið slasaður. Rannsóknarnefnd flugslysa og lögregla í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði fara með rannsókn málsins.

 

ImageFlugvélin, Cessna 180 TF-GUN, sem var að koma af flugvellinum á Vopnafirði, brotlenti örskammt frá veiðihúsinu Hvammsgerði við Selá síðdegis. Rafmagnslína þar hjá er slitin, en ekki er ljóst hvort flugvélin fór utan í hana, þó það þyki líklegt. Maðurinn sem lést var um fimmtugt, en hinn um sextugt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar