Banaslys í Jökulsárhlíð
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. sep 2009 16:05 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Banaslys varð um klukkan ellefu í morgun á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót.
Jeppabifreið á norður leið valt á veginum. Tveir menn voru í
bifreiðinni og lést annar þeirra en hinn var fluttur slasaður á
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Rannsókn málsins er í höndum
rannsóknardeildar lögreglunnar á Eskifirði í náinni samvinnu við
lögregluna á Egilsstöðum.Í tilkynningu lögreglunnar segir að ekki verið gefnar nánari upplýsingar um slysið að svo stöddu.