Bókhaldsmappa fannst á brimvarnargarðinum

Mappa með bókhaldsgögnum frá útgerðarfélaginu Fossvík fannst sjóblaut á Breiðdalsvík í gær.

Mappan er merkt fyrirtækinu og í henni reikningar stílaðir á það. Starfsmenn hreppsins fundu möppuna úti á brimvarnargarðinum skammt frá áhaldahúsinu. Þar í grenndinni er einnig ruslagámur sem krakkar eiga það til að tína úr.

Ekki er vitað hvernig mappan komst upp á brimvarnargarðinn. Reynt var að þurrka hana í gær í von um að geta skoðað gögnin nánar.

Fossvík ehf. var stofnuð árið 2002. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði fyrirtækið gjaldþrota í apríl. Skiptafundur var haldinn í seinustu viku. Húsnæði Fossvíkur var rýmt í vetur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.