Skip to main content

Böðullinn sem neitaði að hálshöggva

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. okt 2022 15:21Uppfært 28. okt 2022 12:31

„Hér í fjöllunum eru fullt af sögum og ég rakst á þessa sögu um þessa stráka þar sem einn var hálshöggvinn á Eskifirði 1786,“ segir Ásgeir Hvítaskáld, hvers skáldsaga Morðið í Naphorni, hefur litið dagsins ljós.

Um skáldsögu er að ræða en hún byggir þó á sannsögulegum atburðum um þrjá stráka sem strjúka úr slæmri vist en fara nánast úr öskunni í eldinn. Einn þeirra var svo tekinn af lífi aðeins 23 ára gamall og reyndist það vera síðasta aftaka á Austurlandi. Aðdragandi þess vakti fyrst athygli Ásgeirs.

„Svo sá ég einhvers staðar að böðullinn í þessu tilfelli neitar að hálshöggva piltinn og ég fór þá strax að spyrja sjálfan mig af hverju. Svo fann ég enn eina útgáfu af sögunni og þá ákvað ég að gera mína eigin.“

Hlýða má á Ásgeir lesa brot úr bók sinni í þættinum Að austan á N4 hér að neðan.