Orkumálinn 2024

Böðullinn sem neitaði að hálshöggva

„Hér í fjöllunum eru fullt af sögum og ég rakst á þessa sögu um þessa stráka þar sem einn var hálshöggvinn á Eskifirði 1786,“ segir Ásgeir Hvítaskáld, hvers skáldsaga Morðið í Naphorni, hefur litið dagsins ljós.

Um skáldsögu er að ræða en hún byggir þó á sannsögulegum atburðum um þrjá stráka sem strjúka úr slæmri vist en fara nánast úr öskunni í eldinn. Einn þeirra var svo tekinn af lífi aðeins 23 ára gamall og reyndist það vera síðasta aftaka á Austurlandi. Aðdragandi þess vakti fyrst athygli Ásgeirs.

„Svo sá ég einhvers staðar að böðullinn í þessu tilfelli neitar að hálshöggva piltinn og ég fór þá strax að spyrja sjálfan mig af hverju. Svo fann ég enn eina útgáfu af sögunni og þá ákvað ég að gera mína eigin.“

Hlýða má á Ásgeir lesa brot úr bók sinni í þættinum Að austan á N4 hér að neðan.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.