Brambolt í Sláturhúsinu

Það er mikið um að vera í Sláturhúsinu, menningarmiðstöð á Egilsstöðum, næstu dagana. Þar má t.d. nefna leiklistarstarf með vinnuskólanum, heilsudaga, harmónikkutónleika, rokktónleika, leikhús og listsýningu fílefldra karlmanna.

slturhs__egilsstum_vefur.jpg

 

 

Leiklistarstarf með vinnuskólanum og fleira


Frú Norma hefur tekið að sér að vera með vinnuhóp frá vinnuskólanum í leiklistarstarfi í sumar, hópurinn tók til starfa síðastliðin mánudag. Krakkarnir hafa staðið í ströngu við leiklistaræfingar alskyns, spunavinnu og annað sem viðkemur leikhúsi, en undir stjórn Guðjóns Sigvaldasonar verða þau að skapa litla leikþætti, sýningar og performansa sem gleðja ættu augu gesta og gangandi víðsvegar um bæjarfélagið á næstu vikum. Nú þegar er byrjuð sköpun á nokkrum, og safnað verður í sarpinn og það sem betur gengur verður endurtekið ef við á og veður gefur tilefni til. Stefnt er að því að vera a.m.k með eina slíka í viku úti við og jafnvel nokkrar í sláturhúsinu, en þær yrðu þá auglýstar sér. Hópurinn er þá þegar byrjaður að vinna að tveimur frumsömdum leikverkum (eftir krakkana) sem hugmyndin er að kíkja í heimsókn með á leikskólanna áður en þeir fara í sumarfrí.

Frú Norma er auk þess að leggja grunninn að dans og hreyfileikhúsverkefni, undir vinnuheitinu RÍGUR sem er samstarfsverkefni Frú Normu, MMF og Vinnuskólans og verður sett upp með ungu fólki síðar í sumar. Þetta verkefni er í anda dans- og hreyfiverksins 3DM sem sett var upp síðastliðið sumar. Þetta verkefni er opið ungu fólki á grunn- og menntaskólaaldri hvort sem þau starfa á vegum vinnuskólans eða ekki, enda er það að mestu sjálfboðastarf. Það verkefni verður auglýst sér síðar.

 

Heilsudagar á Héraði

Dagana 11. - 13. júní stendur Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs fyrir heilsudögum, með tveimur viðburðum, fyrirlestri Sigrúnar Theodórsdóttur ásamt sýningu á heimildarmyndinni The Living Matrix og kynningum og námskeiði í 5Rytma dansi, með Sigurborgu Kr. Hannesdóttur. Meira um þetta má sjá á fasbók (facebook) á vefslóðinni http://www.facebook.com/event.php?eid=94171021125

Harmonikkutónleikar í Frystiklefanum
Tríó Vadim Fedorov heldur tónleika í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 13. júní kl. 15:00. Nánar má fá upplýsingar um þennan viðburð á  http://www.facebook.com/event.php?eid=82977183015

 

Vegareiði/Roadrage Rokktónleikar

VegarREIÐI rokktónleikar verða haldnir 13. júní í Bragganum við Sláturhúsið. Þetta er í fjórða skiptið sem vegaREIÐI er haldin og eru því nokkrir tugir hljómsveita sem spilað hafa í gegnum tíðina. Tilgangur vegaREIÐI er að bjóða upp á góða rokk-tónleika á Héraði. Nánar um þetta á http://www.facebook.com/event.php?eid=53546329855

 

Elvis - Leiðin heim - Leikfélag Fljótsdalshéraðs

Leikritið Elvis – Leiðin heim, hefur verið sýnt við góðar undirtektir. Nú eru aðeins þrjár sýningar eftir. Sýnt er í Bragganum við Sláturhúsið.
6. sýning miðvikudagur 10. júní, kl. 20:00
7. sýning sunnudagur 14. júní, kl. 17:00
8. sýning miðvikudagur 17. júní, kl. 17:00

Aðgangseyrir er kr. 1.000,- fyrir alla (ekki tekið við kortum). Miðapantanir eru í síma 862-3465. Sjá nánar á  http://www.facebook.com/event.php?eid=80448666661

 

TESTOTERONE

Loks er vert að benda á sýningu fimm listamanna frá Fljótsdalshéraði sem kallast Testoterone. Þar sýna þeir Eyjólfur Skúlason, Grétar Reynisson, Kormákur Máni Hafsteinsson, Skarphéðinn G. Þórisson og Skarphéðinn Þráinsson. Sýningin verður opnuð 17. júní og stendur til 8. ágúst. Sjá nánar á  http://www.facebook.com/event.php?eid=81745077318

 

 

(Tilkynning frá Sláturhúsinu)

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.