Dúett á Vesturveggnum í Skaftfelli

Sýningin Dúett - Sonnettusveigur verður opnuð á Vesturvegg  Skaftfells , miðstöðvar  myndlistar á Austurlandi  laugardaginn 23. maí 2009 kl. 17 og stendur til 7. júní.

la_dett_sonnettusveigur.jpg

 

Bókin Dúett kom út fyrir tæpu ári síðan og er samstarfsverkefni  Lóu og Sigga. Hún málar myndirnar og hann yrkir ljóðin.  Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og flestar málaðar á árunum 2007-2008. Sonnettusveigurinn var fimmtán ár í smíðum, með hléum.  Sýningin hefur áður verið opnuð á nokkrum stöðum á landinu svo sem í Gallerí Bláskjá á Egilsstöðum, á jafnréttisráðstefnu í Keili á Suðurnesjum og nú síðast við útkomu bókarinnar á listasumri í Deiglunni á Akureyri 2008.

  

Dúett rekur unaðsstund tveggja manneskja í sonnettusveig.  Sonnettusveigur er vafinn úr fjórtán sonnettum.  Sonnetta eins og hér er notuð, er fjórtán línur þar sem hver lína er ellefu atkvæði.  Hver lokalína er síðan notuðsem upphafslína næstu sonnettu og svo koll af kolli þar til fjórtán lokalínur eru komnar.  Þá eru þær allar settar saman í eina sonnettu sem dregur saman merkingu alls sveigsins.  Þannig myndast hringur þar sem upphaf og endir renna saman eins og unaðsstundum er gjarnan tamt. 

 

Sigurður mun lesa upp úr bókinni við opnunina og hljómsveitin Dætur Satans leikur nokkur frumsamin lög.  Þess má geta að aðeins örfá eintök eru eftir af bókinni en hún verður til sýnis á opnuninni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.