„Ég hef mikla samúð gagnvart þessu verkefni“

Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, hefur látið gott af sér leiða að undanförnu og gefið list sína til prýða umhverfi hinna ýmsu stofnana.

Odee gaf tvö álverk til Geðdeildar 33C, stórt álverk til Ásheima, mann- og geðræktarmiðstöðvar á Egilsstöðum, innrammað álverk til Vinakots sem er leiðandi í fjölbreyttri og sérhæfðri þjónustu fyrir börn og ungmenni með fjölþætt vandamál sem og Dropans, styrktarfélag barna með sykursýki. Einnig sendi hann meðferðarheimilinu Stuðlum veglegan pakka af plakötum, myndasögublöðum og árituðum Odee póstkortum.

„Ég ákvað um áramótin að mig langaði til þess að gefa til góðgerðarmála og auglýsti á síðunni minni eftir verðugum málefnum. Mér finnst mér frábært ef ég get bætt aðstöðu hjá einhverjum með því að bæta listaverki á veggina hjá þeim, eða ýtt undir einhverja umfjöllun fyrir málefnið.

Þunglyndi og aðrir geðsjúkdómar, hvort sem þeir eru langvarandi eða til skemmri tíma, geta verið gríðarlega erfiðir fyrir þolendur og aðstandendur. Ég hef mikla samúð gagnhvart þessu málefni,“ sagði Odee í samtali við Austurfrétt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar