Einar Már skólastjóri Valsárskóla

Einar Már Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, hefur verið ráðinn skólastjóri Valsárskóla á Svalbarðseyri í Eyjarfirði.  Fimmtán sóttu um stöðuna. Einar Már hefur setið í áratug á Alþingi fyrir kjördæmið. Í netkosningu Samfylkingarinnar vegna framboðslista til Alþingiskosninga, þar sem hann bauð sig fram í 2. sæti líkt og Sigmundur Ernir Rúnarsson, náði hann ekki inn í efstu sæti listans. Einar Már gengdi starfi forstöðumanns Skólaskrifstofu Austurlands áður en hann komst á þing og nú fer hann því aftur í skólamálin.

einar_rafn_gum_r_gslason_orvaldur_jhannsson.jpg

 

 

Mynd: Einar Már Sigurðsson á spjalli við þá Guðmund R. Gíslason og Þorvald Jóhannsson þegar Fróðleiksmolinn á Reyðarfirði var formlega tekinn í notkun í vetur./SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.