Ellefu styrkir til nýnema við HÍ

Ellefu styrkir verða veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands 16. júní nk. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa afburðaárangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. Hver styrkur nemur 300.000 krónum auk niðurfellingar skráningargjalds í Háskólann, sem er 45.000 krónur. 

hi.jpg

Þetta er í annað sinn sem styrkir eru veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands en sjóðurinn var stofnaður í fyrra. Styrkirnir í ár eru veittir með stuðningi Símans og Happdrættis Háskóla Íslands. Umsóknarfrestur um styrki úr Afreks- og hvatningarsjóðnum fyrir þetta ár rennur út 5. júní nk.

Stjórn sjóðsins velur styrkhafana en við valið er einkum tekið mið af framúrskarandi námsárangri á stúdentsprófi.  Einnig er horft til virkni í félagsstörfum og árangurs stúdenta á öðrum sviðum s.s. í listum og íþróttum.

Helstu upplýsingar um sjóðinn, umsóknarfrest o.fl. er að finna á heimasíðu Háskóla Íslands, www.hi.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.