Elvis - leiðin heim frumsýnt á morgun

Elvis - leiðin heim, er barnaleikrit fyrir alla fjölskylduna eftir Sigurð Ingólfsson og verður frumsýnt í Bragganum á Egilsstöðum þann 30. maí næstkomandi.  Leikritið fjallar um hundinn Elvis sem stingur af heiman frá sér og hittir ýmis dýr á ferðum sínum.  Honum er þó hugleiknast að komast heim til sín og um það fjallar leikritið.

brownlabrador.jpg

Tónlistin í verkinu er samin og stjórnað af Magnúsi Helgasyni, fyrir utan Fangablús sem er íslensk útgáfa af Jailhouse

Rock með Elvis Presley í útsetningu Magnúsar Helgasonar.  Tónlistin tengir saman persónurnar í verkinu, sem vita það að án þess að eiga sitt lag, eru þau týnd.  Börn og fullorðnir leika í verkinu, Elvis er leikinn af Sigurði Borgari Arnaldssyni.  Sigurður Ingólfsson leikstýrir.

 

Frumsýning laugardagur 30. maí kl. 15:00

2. sýning þriðjudagur 2. júní kl. 20:00

3. sýning laugardagur 6. júní kl. 13:00

4. sýning laugardagur 6. júní kl. 17:00

5. sýning sunnudagur 7. júní kl. 15:00

6. sýning miðvikudagur 10. júní kl. 20:00

7. sýning sunnudagur 14. júní kl. 17:00

8. sýning miðvikudagur 17. júní kl. 17:00

Leikfélag Fljótsdalshéraðs setur upp barnaleikritið

Elvis - leiðin heim í Bragganum við hliðina á

Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum.

Aðgangseyrir er kr. 1.000,- fyrir alla. (Ekki tekið við kortum)

Miðapantanir eru í síma 862-3465.

Athugið að mæta tímanlega á sýningu og ágætt að vera

vel klæddur þar sem Bragginn er ekki upphitaður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar