Facebook sem markaðstæki - fjarfundakennsla

 

Ef Facebook væri land væri það meðal tíu fjölmennustu landa heims og fer stækkandi. Á aðeins fjórum árum hefur Facebook vaxið frá því að vera samskiptasíða háskólastúdenta í Bandaríkjunum í að verða alþjóðlegt tengslanet. Facebook býður upp á ýmsa möguleika og þar á meðal eru sérstakar aðferðir og uppsetning til að kynna fyrirtæki, vörur og þjónustu t.d. með uppsetningu sérstakra síðna, sem eru strax aðgengilegar í Google leitarvélinni, ásamt markvissri markaðssetningu auglýsinga. endurmenntun_hskla_slands.jpg

 

Maríanna Friðjónsdóttir heldur tvö námskeið um Facebook sem markaðstæki hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Eitt grunnnámskeið dagana 27. og 28. maí og annað fyrir lengra komna sem verður haldið 3. og 4. júní. Bæði námskeiðin verða send út í fjarfundi sem gerir fólki á landsbyggðinni tækifæri til að taka þátt í námskeiðinu hjá Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum eða á öðrum stöðum þar sem fjarfundarbúnaður er til staðar.

  

Grunnnámskeið í markaðssetningu á Facebook

 

Fyrra námskeiðið er grunnnámskeið og hefur verið haldið tvisvar sinnum áður við mjög góðar undirtektir. Þar er farið í uppsetningu síðna fyrir fyrirtæki, vörur, þjónustu, stofnanir og félagasamtök. Skoðað hver er munurinn á „venjulegri" facebook síðu og síðum sem gegna markaðshlutverki. Auglýsingar fyrir samskiptanetið eru einnig skoðaðar sérstaklega og þá rætt um markvissa uppsetningu, orðaval og markhópa. Jafnframt verður fjallað um hvernig Facebook vinnur með og tengist öðrum netmiðlum fyrirtækisins t.d. með notkun RSS feeda. Þetta er tveggja morgna námskeið sem verður haldið dagana 27. og 28. maí.

  

Sjálfstætt námskeið fyrir lengra komna

 

Vegna mikillar eftirspurnar verður Maríanna líka með sjálfstætt framhaldsnámskeið „Facebook sem markaðstæki – fyrir lengra komna“ sem verður haldið dagana 3. og 4. Júní. Á því námskeiði verður fjallað nánar um auglýsingar á Facebook, s.s. uppsetningu, markhópa og verðhugmyndir. Hvað á að auglýsa? Jafnframt verður farið nánar í framleiðslu efnis, notkun mynda, lifandi miðlun og almenna aðferðafræði við að ná athygli notendahópsins. Nokkur verkfæri sem auðvelda vinnuna verða einnig skoðuð betur. Farið í gegnum framleiðsluferli upplýsinga og hvernig þær geta dreifst. Einnig skoðaðar nokkrar af þeim viðbótareiningum sem finnast fyrir síður og auðvelda tengsl við markhópinn.

    

Nánari upplýsingar og skráning er á www.endurmenntun.is

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.