Fer Hleinargarður á nauðungaruppboð?

Hleinargarður, ysta býli í Eiðaþingá, gæti verið á leið á nauðungaruppboð. Nýi Landsbankinn hefur gert kröfu um greiðslu fjörutíu milljóna króna skuldar vegna jarðarinnar.

 

Hleinargarður var lengst af ríkisjörð en var seldur í október árið 2007 til Byggingafélagsins Óseyri. Samkvæmt fundargerð Ríkiskaupa bauð félagið 47,1 milljón í jörðina. Fleiri tilboð bárust ekki.

Nýi Landsbankinn hefur gert kröfu til Sýslumannsins á Seyðisfirði um nauðungarsölu á jörðinni nema Byggingafélagið greiði skuld sína við bankann. Fjárkrafan er upp á tæpar fjörutíu milljónir króna.

Hleinargarði fylgir lax- og silungsveiði. Í landinu hefur einnig verið malartekja vegna vegagerðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.