Skip to main content

Fer Hleinargarður á nauðungaruppboð?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 03. ágú 2009 12:05Uppfært 08. jan 2016 19:20

Hleinargarður, ysta býli í Eiðaþingá, gæti verið á leið á nauðungaruppboð. Nýi Landsbankinn hefur gert kröfu um greiðslu fjörutíu milljóna króna skuldar vegna jarðarinnar.

 

Hleinargarður var lengst af ríkisjörð en var seldur í október árið 2007 til Byggingafélagsins Óseyri. Samkvæmt fundargerð Ríkiskaupa bauð félagið 47,1 milljón í jörðina. Fleiri tilboð bárust ekki.

Nýi Landsbankinn hefur gert kröfu til Sýslumannsins á Seyðisfirði um nauðungarsölu á jörðinni nema Byggingafélagið greiði skuld sína við bankann. Fjárkrafan er upp á tæpar fjörutíu milljónir króna.

Hleinargarði fylgir lax- og silungsveiði. Í landinu hefur einnig verið malartekja vegna vegagerðar.