Fjarðabyggð tapaði fyrsta leik

Fjarðabyggð tapaði 0-1 fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu á Norðfjarðarvelli á sunnudag.

 

ImageEina mark leiksins kom eftir um hálftíma leik úr vítaspyrnu sem dæmd var á Hauk Ingvar Sigurbergsson, fyrirliða Fjarðabyggðar, fyrir hendi. Fjarðabyggð fékk ágæt færi til að skora, bæði fyrir og eftir markið. Það besta féll í skaut Ágústs Arnarsonar sem skaut í þverslá í upphafi leiks. Undir lok leiksins voru gestirnir nærri búnir að bæta við marki þegar Srdjan Rajkovic, markvörður Fjarðabyggðar, hætti sér með í sóknina í von um að skora jöfnunarmarki. Mosfellingar náðu boltanum eftir hornið og komu honum fram en Rajko snéri aftur og bjargaði í horn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar