Fjarðabyggðarkrakkar til mikils sóma

Í síðustu viku voru Andrésarleikarnir haldnir á Akureyri í þrítugasta og fjórða skiptið.  Að þessu sinni voru 792 keppendur skráðir til leiks og þar af komu 69 keppendur frá Fjarðabyggð.  Fjarðabyggðarkrakkarnir vöktu sérstaka athygli því þeir röðuðu sér á glæsilegan máta upp í skrúðgöngu sem var hluti setningarhafhöfn leikanna. Allir krakkarnir voru með Fjarðabyggðarbuff á höfðinu þannig að það fór ekki milli mála hvaðan þau komu. Var það mál manna að þarna hefði komið til leikanna einkar föngulegur og prúðmannlegur hópur.

andrsarleikar.jpg

Mynd: Skíðakrakkar úr Fjarðabyggð á Andrésarleikunum á Akureyri/www.fjardabyggd.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.