Fjarðabyggðarkrakkar til mikils sóma
Í síðustu viku voru Andrésarleikarnir haldnir á Akureyri í þrítugasta og fjórða skiptið. Að þessu sinni voru 792 keppendur skráðir til leiks og þar af komu 69 keppendur frá Fjarðabyggð. Fjarðabyggðarkrakkarnir vöktu sérstaka athygli því þeir röðuðu sér á glæsilegan máta upp í skrúðgöngu sem var hluti setningarhafhöfn leikanna. Allir krakkarnir voru með Fjarðabyggðarbuff á höfðinu þannig að það fór ekki milli mála hvaðan þau komu. Var það mál manna að þarna hefði komið til leikanna einkar föngulegur og prúðmannlegur hópur.
Mynd: Skíðakrakkar úr Fjarðabyggð á Andrésarleikunum á Akureyri/www.fjardabyggd.is