Á fjarfundi úr Fljótsdalsstöð

Ove Karl Berthelsen, iðnaðarráðherra Grænlands, sat ríkisstjórnarfund í gegnum síma úr Fljótsdalsstöð síðastliðinn fimmtudag. Hann var þar staddur ásamt fleiri þingmönnum og embættismönnum grænlenskum í ferð um austfirskar stóriðjuslóðir.

 

ImageRíkisstjórnin fundar einu sinni í viku. Þá skiptir engu máli hvar ráðherrarnir eru niðurkomnir, þeir sem ekki geta mætt í eigin persónu fylgjast með í gegnum síma eða annars konar fjarfundabúnað. Ove Karl segir ráðherranna ferðast mikið og þeim sé boðið með í ferðir, til dæmis á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar. Að þessu sinni hafi álnefnd grænlenska þingsins beðið hann um að koma með.

„Þetta er í annað sinn sem ég kem og skoða svæðið hér. Mér finnst aðdáunarvert að sjá hversu miklu hefur verið áorkað síðan ég var hér seinast árið 2007. Ég vona að uppbygggingin skapi mörg atvinnutækifæri og fjárhagslegan stöðugleika á Austurland, sem er það sem ég hef heyrt að hafi gerst.“ Grænlendingar vinna með Alcoa að uppsetningu hugsanleg álvers. Ove Karl segir jákvætt að hafa hitt austfirska stjórnmálamenn og heyrt um þeirra reynslu.

Austurglugginn truflaði hann stuttlega þar sem hann sat og las yfir þykkan skjalabunka fyrir fundinn, en nýja ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninga í byrjun júní, vinnur að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næstu fjögur ár. Fiskveiðilögsaga er einnig til skoðunar. Vegna fundarins þurfti Ove Karl að vera niður í Fljótsdalsstöð á meðan hinir í hópnum fóru upp að Kárahnjúkum. Hann sagði að sér þætti miður að sjá ekki virkjunina fullgerða, en hann hefði séð hana áður þannig að hann væri ekki of svekktur. „Ég er viss um að hin fá að vita það sem máli skiptir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.