Flugslys í Vopnafirði

Lítil fjögurra manna Cessna flugvél brotlenti kl. rúmlega fjögur í dag nálægt Selá í Vopnafirði, um 13 km frá þéttbýlinu. Tveir voru um borð í vélinni. Björgunarsveitin Vopni og Slökkvilið Vopnafjarðar voru kölluð á staðinn, lögregla fór einnig frá Egilsstöðum á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en var ekki send af stað. Sjúkraflugvél frá Akureyri flaug á Vopnafjörð. Engar upplýsingar liggja fyrir um afdrif þeirra sem í vélinni voru.

vopnafjordur02_baerinn.jpg

Vélin var bókuð inn til lendingar á Tungubökkum í Mosfellsbæ kl. sex síðdegis og hafði lagt upp frá Vopnafirði kl. fjögur í dag. Þangað kom hún tveimur tímum fyrr. Tuttugu mínútur yfir fjögur barst flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík tilkynning frá Neyðarlínunni um atvikið.Rannsóknarnefnd flugslysa er á leið á staðinn.

 

 

 

Mynd: Vopnafjörður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.