Fuglafestival í dag
Fuglafestival er haldið á Djúpavogi og Höfn í dag. Tilgangur þess er að auka áhuga almennings á fuglaskoðun og kynna sér það fjölbreytta fuglalíf sem í boði er á þessu svæði. Markmiðið er að viðburður sem þessi verði árviss.
Dagskráin er eftirfarandi.
Höfn:
Merkingar í Einarslundi, farið frá hliðinu í Einarslundi kl. 7:00,8:00, 9:00 og 10:00.
Fræðsla um merkingar og hvers vegna er verið að merkja fugla og margt fleira.
Kl.13:00 verður farið í gönguferð með leiðsögn um Óslandið. Farið verður frá Akurey kl.13:00.
Djúpivogur:
Fuglaskoðun með leiðsögn um svæðið. Farið verður yfir helstu fuglaskoðunarsvæði í nágrenninu og ýmsan fróðleik tengdan fuglum. Mæting kl.11:00 við fuglasafnið, Sætúni, en þaðan verður farið út í Þvottárskriður, leirurnar í Álftarfirði skoðaðar, stoppað í skógræktinni og endað út við fuglaskoðunarhúsið við Selabryggjur.
Opið verður sérstaklega á fuglasafninu frá kl. 15:00-17:00 á laugardeginum.
Allir eru velkomnir og við hvetjum sem flesta til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að kynna sér okkar stórbrotna fuglalíf.
Ljósmynd:Gráþröstur/Sigurður Ægisson