Fyrsta úthlutun Nytjamarkaðsins til góðra málefna

Siggi Jensson, forsprakki Fjarðaportsins á Reyðarfirði, afhenti Björgunarsveitinni Brimrúnu á Eskifirði peningagjöf að upphæð 50.000 kr.  í vikunni.  Peningarnir eru ágóði af sölu muna úr Nytjamarkaðnum sem er í Fjarðaportinu.

gmul_hsggn.jpg

Munirnir sem eru seldir í Nytjamarkaðnum  koma úr  söfnunargámum sem eru á öllum söfnunarstöðvum í Fjarðabyggð eða koma beint í Nytjamarkað Fjarðaportsins. Með því að veita gömlum hlutum framhaldslíf er dregið úr  sorpmagni í urðun. Félagar úr björgunarsveitinni komu í hálfan dag helgina fyrir opnun og hjálpuðu við að þrífa húsnæði Fjarðaportsins.  Þetta er fyrsta peningaúthlutunin frá Nytjamarkaðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.